UM OKKUR

Við erum systurnar Eva Lísa og Kamilla. Við eigum ýmislegt annað sameiginlegt fyrir utan að vera systur og má þar helst nefna áhuga okkar á að bjóða fjölskyldu og vinum í veislur og matarboð. Iðulega aðstoðum við hverja aðra við slíkan undirbúning þar sem hæfni okkar liggur á algjöru andstæðu sviði.

Eva Lísa er mikill ástríðu- og áhugakokkur og töfrar fram ljúffengan mat á við dýrustu veitingastaði bæjarins á meðan Kamilla sér um eftirréttina, baksturinn og kökuskreytingarnar.

Markmið okkar er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af nýjum og spennandi vörum sem gaman er að nota til að gera partýið eða veisluna fallega og skemmtilega. Hvort sem það er afmæli, gæsapartý, skírn, jólaboð, útskrift eða hvaða tilefni sem er þá ættu allir að finna eitthvað við hæfi í litlu búðinni okkar. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og gott aðgengi að vörunum okkar þrátt fyrir að vera netverslun.

Komið með okkur í partý!

Confetti Sisters ehf.
kt. 420817-1180
vsk. númer 129146
Iðnbúð 2, 210 Garðabær
Sími: 792-4212
Netfang: confettisisters@confettisisters.is

0

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita